Gistu þeir inn í botni dalsins í fyrrinótt og voru þeir allan daginn í gær búnir að moka sig niður hálfan dalinn um 10 km leið. Þar náðu þeir símasambandi og gátu beðið um aðstoð. Í framhaldinu fóru 9 manns á þremur jeppum frá Dalbjörgu til jeppamannanna og átti að freista þess að ná bílunum til byggða í nótt voru eitthvað laskaðir eftir þessa svaðilför. Pétur Róbert Tryggvason formaður Dalbjargar sagði að mennirnir og jeppar þeirra hefðu verið komið til byggða um kl. 04 í nótt. Pétur sagði að mennirnir hefðu verið heilir á húfi en þreyttir og frekar framlágir eftir þessa miklu raun. Mennirnir komu yfir hálendið að sunnan og þar sem þeir voru komnir alla þá leið, töldu þeir að það yrði ekki vandamál að fara niður Eyjafjarðardalinn, að sögn Péturs. Hann sagði að þessi leið væri ekki fær yfir vetrartímann.