Um er að ræða jazztónleika með nýju yfirbragði á vegum Tónlistarskólans á Akureyri og Jazzklúbbs Akureyrar. Á miðvikudaginn eru það magnaðir Brasilíumenn sem sveifla gestum með sömbum, þeir Rodrigo Lopes sem leikur á trommur og Guito Thomas sem leikur á gítar og syngur. Blússveiflu Munkarnir, nemendahljómsveit Stefáns Ingólfssonar, ætlar svo að skrúfa upp stemmninguna með blúsaðri sveiflu. Aðgangur er ókeypis.