Jazzta tónleikar númer tvö á Götubarnum á Akureyri

Jazzta tónleikarnir á Götubarnum við Hafnarstræti á Akureyri þann16. febrúar sl. tókust mjög vel, mikil stemmning og fullt af fólki, að sögn Jóns Hlöðvers Áskelssonar formanns Jazzklúbbs Akureyrar. Miðvikudaginn 16. mars kl. 21:00 hefjast svo aðrir Jazzta tónleikar í röð heitra tónleika á Götubarnum.  

Um er að ræða jazztónleika með nýju yfirbragði á vegum Tónlistarskólans á Akureyri og Jazzklúbbs Akureyrar. Á miðvikudaginn eru það magnaðir Brasilíumenn sem sveifla gestum með sömbum, þeir Rodrigo Lopes sem leikur á trommur og Guito Thomas sem leikur á gítar og syngur. Blússveiflu Munkarnir, nemendahljómsveit Stefáns Ingólfssonar, ætlar svo að skrúfa upp stemmninguna með blúsaðri sveiflu. Aðgangur er ókeypis.

Nýjast