Jarðvegsframkvæmdir við Vestursíðu boðnar út í byrjun árs

Stefnt er að því að bjóða út jarðvegsskipti vegna byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu á Akureyri strax á nýju ári. Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs segir að markmiðið sé að ljúka þeim þætti fyrir sumarið.  

Oddur vonast til þess að hægt verði að bjóða framkvæmdir við byggingu hússins út í maí í vor en skipulagsferlið sé þó enn í gangi. Engin athugasemd barst við breytingu á aðalskipulagi eða deiliskipulagi við Vestursíðu og hefur bæjarstjórn samþykkt aðalskipulagstillöguna að tillögu skipulagsnefndar.

Nýjast