Janúar metmánuður í komu ferðamanna til landsins

Nýliðinn janúarmánuður var metmánuður í komu ferðamanna til landsins og gefur það óneitanlega góð fyrirheit um gjöfult ferðamannaár. Um 22 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.500 fleiri brottfarir en á árinu 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 18,5% í janúarmánuði á milli ára.  

Mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið er gríðarmikið og fer sífellt vaxandi. Í því sambandi er athyglisvert að skoða tölur um fjölda ferðamanna s.l. 60 ár. Árið 1950 voru þeir tæplega 4.400 og síðan þá hefur fjöldi þeirra hefur tvö- til þrefaldast á hverjum áratug að undanskildum þeim áttunda.

                         Fjöldi ferðamanna 1950-2010

2010

494.769

2000

302.900

1990

141.718

1980

65.921

1970

52.908

1960

12.086

1950

4.383

     

Jafnframt er athyglisvert að skoða þær atvinnugreinar sem skapa mestar gjaldeyri stekjur. Þar er ferðaþjónustan ein af hinum þremur stóru ásamt sjávaraútveginum og áliðnaðinum, segir í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu.

Nýjast