Knattspyrnudeild Þórs og Janez Vrenko leikmaður KA eru í viðræðum um hugsanleg félagskipti leikmannsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vikudags má jafnvel búast við því að Janez gangi í raðir Þórs í dag. Ef samningar nást mun þessi 29 ára leikmaður gera eins árs samning við Þór, sem undirbýr sig nú fyrir komandi sumar í Pepsi-deildinni.