Jafnt hjá Selfossi og KA

KA fékk sín fyrstu stig í Lengjubikar karla í knattspyrnu er liðið gerði 1:1 jafntefli við Selfoss í Akraneshöllinni í gær. Andrés Vilhjálmsson skoraði mark KA eftir hálftíma leik en Viðar Örn Kjartansson jafnaði metin snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu.

KA hefur eitt stig eftir fjóra leiki en Selfyssingar fjögur stig.

Nýjast