12. maí, 2008 - 19:07
Fréttir
KA og Fjarðabyggð gerðu jafntefli nú í kvöld í fyrstu umferð 1.deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu en leikið var
í Boganum. Fyrsta mark leiksins kom strax á 3.mínútu og var það Guðmundur Atli Steinþórsson sem kom Fjarðabyggð í 1-0. Arnar
Már Guðjónsson jafnaði metinn fyrir heimamenn á 13.mínútu með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu frá Dean Martin. Staðan í
hálfleik 1-1.
Á 59.mínútu kom Steinn Gunnarsson KA mönnum yfir með glæsilegu skoti eftir að Fjarðabyggð höfðu bjargað á línu. En
10.mínútum fyrir leikslok tókst Fjarðabyggð að jafna metinn með marki frá Vilbergi Marínó Jónassyni.
Lokatölur 2-2 og KA menn eflaust svekktir með að landa ekki þremur stigum í kvöld.