13. maí, 2010 - 19:01
Fréttir
Grindavík og Þór/KA gerðu frekar óvænt 2:2 jafntefli í dag á Grindavíkurvelli í fyrstu umferð Pepsi- deildar kvenna í
knattspyrnu. Þór/KA komst tvisvar yfir í leiknum
með mörkum frá Bojönu Besic og Mateju Zver og hafði 2:0 forystu í hálfleik. Dagmar Þráinsdóttir jafnaði hins vegar metin í
tvígang fyrir heimastúlkur með mörkum beint úr aukaspyrnu með tíu mínútna millibili í síðari hálfleik og
tryggði Grindavík stig úr leiknum.
Úrslitin væntanlega vonbrigði fyrir Þórs/KA stúlkur, sem spáð er þriðja sæti deildarinnar en Grindavík
einungis áttunda sæti. Næsti leikur Þórs/KA og jafnframt fyrsti heimaleikur liðsins verður þriðjudaginn 18. maí, er liðið
fær Breiðablik í heimsókn.