Íslandsmeistaramótið í 50 m laug hefst í kvöld

Íslandsmeistaramótið í 50 laug hefst í Laugardalslauginni í kvöld kl.18:00 og stendur fram á sunnudagskvöld. Allir helstu sundmenn landsins verða samankomnir á mótinu og auk þess að keppa um Íslandsmeistaratitla verður reynt við lágmörk fyrir mót erlendis eins og Evrópumót, Smáþjóðaleika og heimsmeistaramót.

Bryndís Rún Hansen sundkona úr Óðni verður á meðal keppenda um helgina ásamt fleiri keppendum Óðins. Bryndís er búsett í Noregi þar sem hún varð norskur meistari á dögunum en keppir fyrir hönd Óðins hérlendis.

Nýjast