11. mars, 2011 - 12:23
Fréttir
Sleðahundaklúbbur Íslands heldur sína fyrstu Íslandsmeistarakeppni í hundasleðaakstri á Mývatni 13. mars næstkomandi. Mikill
undirbúningur hunda og manna nær hámarki með þessari keppni sem hefst kl. 10:01 að morgni sunnudags. Keppni í opnum greinum hefst að loknu
hádegishléi kl. 13:14.
Mótið er sett upp með hætti að áhorfendur geta fylgst með bæði ræsingu og endamarki og því má búast við mikilli
veislu fyrir allt hundaáhugafólk. Frítt er fyrir alla áhorfendur.