Ísland upp um deild eftir sigur á HM í íshokkí

U18 ára landslið karla í íshokkí nældi sér í gullverðlaun á HM í 3. deild sem haldið var í Mexíkó en Ísland lagði heimamenn í úrslitaleiknum, 4:3, eftir vítakeppni í gær. Með sigrinum komst Ísland upp í 2. deild.

Fimm leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar léku með íslenska liðinu en það eru þeir Jóhann Már Leifsson, Sigurður Reynisson, Ingþór Árnason, Ingólfur Elíasson og Einar Eyland.

Jóhann Már Leifsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu.

Nýjast