Ísland lagði Rúmena að velli

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann Rúmeníu 3:2 í öðrum leik sínum í gær á HM í 4. deild en leikið var í Skautahöllinni í Laugardal. Mörk Íslands skoruðu þær Hanna Rut Heimisdóttir, Flosrún Jóhannesdóttir og Elva Hjálmsdóttir.

Það var svo hin 16 ára Bergþóra Bergþórsdóttir frá SA sem var valinn maður leiksins í gær.

 

Ísland mætir Suður-Afríku í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00 í Skautahöllinni í Laugardal.

   

Nýjast