Íris hafnaði í öðru sæti á FIS-móti í Noregi

Landsliðskonan Íris Guðmundsdóttir frá SKA hafnaði í öðru sæti á FIS-móti í svigi sem fram fór í Oppdal í Noregi í dag. Íris er nýfarin að skíða á ný eftir meiðsli og greinilegt að hún kemur vel undan meiðslunum.

Í svigi karla var það einnig SKA keppandi sem stóð stig best en Gunnar Þór Halldórsson náði þar bestum árangri Íslendinga eða 16. sæti.

Nýjast