Málaflokkar
Helstu málaflokkar ráðuneytisins eru dómsmál, lögreglumál, öryggismál, samgöngumál, mannréttindamál, sveitarstjórnarmál, kosningamál, málefni útlendinga, fjölskyldumál, trúmál og málefni þjóðkirkjunnar, samskiptamál (póst- og fjarskiptamál) og neytendamál. Samkvæmt fjárlögum renna rúmir 59 milljarðar króna til verkefna ráðuneytisins og stofnana þess á árinu 2011.
Markmið
Markmiðið er að í innanríkisráðuráðuneytinu verði byggt á nýrri stefnumótun, nýju skipulagi, og samhæfingu á málsmeðferð og verkferlum. Skipulagi og skrifstofuskipan ráðuneytisins er því breytt allnokkuð frá fyrri ráðuneytum og hafa sumir málaflokkar þeirra verið sameinaðir. Starfsmenn innanríkisráðuneytisins eru alls 75.
Breytingarnar eru liður í þeirri endurskipulagningu stjórnkerfisins með sameiningu ráðuneyta og stofnana sem ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni. Markmið endurskipulagningarinnar er að tryggja öfluga þjónustu til framtíðar með sterkum stjórnsýslueiningum og stofnunum.
Sterkari eining
Innanríkisráðuneytið verður stærri og sterkari eining og betur í stakk búin til að veita borgurunum þjónustu, hafa eftirlit með umsvifamiklum stofnunum og fylgja eftir uppbyggingu öflugri stjórnsýslumiðstöðva í tengslum við eflingu og þróun sveitarstjórnarstigsins. Nýtt og öflugt innanríkisráðuneyti hefur alla burði til að endurskipuleggja þjónustu og forgangsraða með nýjum hætti og nýta fjármuni betur. Á næstunni verður unnið að stefnumótun fyrir hið nýja ráðuneyti.
Með þessari breytingu á Stjórnarráðinu er stigið stórt skref í þeim stjórnkerfisbreytingum sem verið hafa á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar frá 2009. Alls heyra kringum 70 stofnanir og embætti undir innanríkisráðuneytið og verður á næstu vikum og mánuðum haldið áfram undirbúningi aukinnar samvinnu og samruna stofnana.
Skipulag
Starfsemi innanríkisráðuneytisins er skipt upp í sex skrifstofur og er skipulag ráðuneytisins sem hér segir:
Starfsmenn ráðuneytanna hafa unnið að undirbúningi breytinganna frá því að Alþingi samþykkti breytingar á lögum nr. 73/969 um Stjórnarráð Íslands í september síðastliðnum. Hafa ráðuneytisstjórar stýrt þeirri vinnu í samráði við ráðherra og sex vinnuhópar unnu að einstökum þáttum.
Aðsetur
Innanríkisráðuneytið verður til húsa við Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Starfsemi ráðuneytisins verður þó fyrst um sinn í húsnæði fyrri ráðuneyta, annars vegar við Skuggasund og hins vegar í Hafnarhúsinu. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði öll sameinuð um mánaðamótin febrúar-mars.
Símanúmer, netfang og vefsíða innanríkisráðuneytisins frá 1. janúar 2011: