Innanlandsflug úr skorðum á ný

Ljóst er að miðað við fyrirliggjandi spár um gjóskudreifingu verður loftrýmið umhverfis flugvellina í Reykjavík og Keflavík lokað fyrir blindflugsumferð í dag, segir í tilkynningu á vef Flugstoða. Svæði 1 (fluglaust svæði) nær yfir stóran hluta Íslands og mun hafa veruleg áhrif á innanlandsflug.   

Þó er loftrýmið við Egilsstaða- og Akureyrarflugvelli opið enn sem komið er. Von er á nýrri spá kl 13:00 og ef um breytingar er að ræða verða þær kynntar á heimasíðu Flugstoða.

Nýjast