Icelandair Cup FIS mót fer fram í Hlíðarfjalli um helgina, dagana 8.-10. apríl, þar sem flest af sterkustu skíðafólki landsins verður samankomið. Keppt verður í svigi á föstudag og sunnudag en í stórsvigi á laugardag.
Mótið hefst kl. 17:00 á morgun, föstudag, og lýkur eftir hádegi á sunnudag með verðlaunaafhendingu.