Íbúum Akureyrar fjölgaði um nærri tvöhundruð á níu mánuðum

Íbúum Akureyrar fjölgaði um nærri tvöhundruð  á níu mánuðum      Mynd Vbl
Íbúum Akureyrar fjölgaði um nærri tvöhundruð á níu mánuðum Mynd Vbl

20,383 íbúar voru skráðir með lögheimili á Akureyri um síðustu mánaðamót, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Miðað við 1. desember á síðasta ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 183, sem er 0,9 prósenta fjölgun en landsmeðaltalið á ‏þessu tímabili er 1,7 prósent. 

Samkvæmt sömu gögnum hefur íbúum Norðurþings fjölgað um 49 á umræddu tímabili, sem er 1,5 prósenta fjölgum. Íbúar Norðurþings voru um síðustu mánaðamót 3,249.

Hlutfallsleg aukning er mest í Hörgársveit, eða 6,7 prósent. Þar eru íbúar nú 866 og hefur fjölgað um 54 á níu mánaða tímabilinu.

Sömuleiðis hefur íbúum Þingeyjarsveitar fjölgað umtalsvert, eða um sex af hundraði. Íbúar þar voru um síðustu mánaðamót 1,566 en voru þann 1. desember 1,477. 


Athugasemdir

Nýjast