Hvetur ráðherra til að eyða óvissu

Akureyri/mynd Hörður Geirsson
Akureyri/mynd Hörður Geirsson

Vinnumarkaðsráð Norðurlands eystra hvetur heilbrigðis- og/eða félagsmálaráðherra til að flýta endurskoðun á úttekt Starfsendurhæfingar Norðurlands, en óvissa hefur ríkt um starfsemi henna þar sem rekstrarsamningar hafa einungis verið gerðir til hálfs árs í senn.

Undanfarin misseri hafa Vinnumálasstofnun á Norðurlandi og Starfsendurhæfing Norðurlands

verið að þróa úrræði sem auðvelda einstaklingum sem hafa verið án atvinnu í langan tíma að snúa til baka út á hinn almenna vinnumarkað. Starfsendurhæfingin hefur einnig haldið utan um Menntasmiðju kvenna sem er mikilvægt úrræði fyrir konur í atvinnuleit.

Vinnumarkaðsráðið hvetur til þess að hugað verði að þessu máli hið fyrsta svo hægt sé að eyða þeirri óvissu sem ríkir um rekstur Starfsendurhæfingu Norðurlands.

Nýjast