Samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar á dögunum um úthlutaðan byggðakvóta kemur fram að 102 þorskígildistonn eru vegna Hríseyjar og 15 þorskígildistonn vegna Grímseyjar.
Sigurður Ingi Bjarnason formaður hverfisráðs segir að Grímseyingar séu mjög ósáttir með þetta. "Við vitum ekki hvers við eigum að gjalda og fáum engar skýringar á því af hverju þetta er svona," segir Sigurður og bendir á að Grímsey hafi menn ekkert annað að gera en vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu. Hann segir að í Grímsey séu nú gerðir út tveir línubátar og tveir netabátar en að erfitt hafi verið að sækja sjóinn að undanförnu vegna ótíðar.