18. febrúar, 2011 - 17:23
Fréttir
Á árinu 2010 greiddi Samherji hf. 5.300 milljónir króna í laun og launatengd gjöld. Hækkun á milli ára nam samtals 1.200 milljónum
króna. Af þessari hækkun fengu starfsmenn Samherja hf. 450 milljónir í sinn hlut en Ríkið, lífeyrissjóðir og
stéttarfélög 750 milljónir.
Þar leiðir að 37% af hækkun launa og launatengdra gjalda runnu til starfsmanna en 63% runnu til ríkisins, lífeyrissjóða og stéttarfélaga,
segir á vef Samherja.