31. október, 2008 - 09:08
Fréttir
Vinnumarkaðsráð Vinnumálastofnunar Norðurlandi eystra, samþykkti ályktun á fundi sínum í vikunni, þar sem þeim
tilmælum er beint til allra sveitarfélaga á starfssvæði ráðsins að á komandi misserum verði við forgangsröðun verkefna
á vegum sveitarfélaganna horft til stöðunnar á vinnumarkaðinum.
Ráðið leggur áherslu á að ekki verði dregið úr vinnuaflsfrekum framkvæmdum og við innkaup verði megin áhersla á innlenda
framleiðslu. Ályktun þessi hefur verið send til allra sveitarstjórna á Norðurlandi eystra.