Á háskólastigi í heild voru 18.869 nemendur. Þar fjölgaði nemendum um 4,5%, þar af um 52,7% á doktorsstigi. Skólasókn 16
ára ungmenna á Íslandi haustið 2010 er 95%, sem er sama hlutfall og haustið 2009. Á milli áranna 2008 og 2009 hafði orðið talsverð
fjölgun nemenda. Um 88% 17 ára nemenda sækja skóla, sem er fækkun um tvö prósentustig frá fyrra ári. Um 82% 18 ára ungmenna stunda
nám, og fjölgaði um eitt prósentustig í þeim aldursflokki.
Hlutfallslega flestir 16 ára unglingar sækja skóla á Austurlandi og Norðurlandi eystra eða 96%, en fæstir á Vestfjörðum (91%) og á
Suðurnesjum (92%).
Jafnframt fækkar eldri nemendum á framhaldsskólastigi frá fyrra ári. Þannig fækkar nemendum í öllum 5 ára aldursflokkum frá 15
til 54 ára frá hausti 2009. Sú fækkun helst í hendur við umtalsverða fækkun nemenda í öldungadeildum (45,5%) og fjarnámi (18,8%)
á framhaldsskólastigi frá hausti 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.