Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar á morgun, föstudaginn 15. janúar, en með ákveðnum takmörkunum vegna Covid-19. Veðurspáin er býsna góð og því stefnir allt í frábæra helgi, er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. Gerð er sú krafa að allir gestir skíðasvæðisins fari að settum reglum og virði fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk.
Gestir eru beðnir að kynna sér reglur skíðasvæða í Covid-19 á heimasíðu Landlæknisembættisins. Uppfærðar reglur skíðasvæða verða birtar í dag, fimmtudaginn 14. janúar.
Fyrirhugað er að opið verði sem hér segir:
Leyfður verður ákveðinn hámarksfjöldi af reiknaðri móttökugetu svæðisins og verður endanleg hámarkstala gefin út um leið og hún liggur fyrir.
Mælst er til þess að fólk kaupi lyftumiða á heimasíðu Hlíðarfjalls svo minnka megi hópamyndun við miðasölu. Raðir verða afmarkaðar fyrir hvert svæði og óskað eftir að aðeins einn frá hverjum hóp/fjölskyldu fari í viðeigandi röð en hinir bíði í bílnum uns afgreiðslu lýkur. Halda skal tveggja metra fjarlægð frá næsta einstaklingi í röðinni. Haldið verður uppi öflugri upplýsingagjöf á heimasíðu Hlíðarfjalls og Facebook-síðu svæðisins þar sem látið verður vita ef fjöldi er kominn að hámarki.
Nánar um þjónustu á svæðinu og þær reglur sem gilda á heimasíðu Hlíðarfjalls