HK og KA mætast í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn

HK og KA munu eigast við í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í blaki í Digranesi kl. 16:00 í dag er lokaumferð MIKASA-deildar karla fer fram. KA lagði Fylki örugglega 3:0 í gær með tölunum 25:18, 25:20 og 25:14. Með sigrinum jafnaði KA HK að stigum en liðin hafa 27 stig á toppnum fyrir lokaumferðina í dag.  KA er nýkrýndur bikarmeistari og getur félagið fagnað sínum öðrum titli í dag á sex dögum.

Davíð Búi Halldórsson var stigahæstur KA gegn Fylki með 13 stig en Piotr Kempisty skoraði 12 stig. Í liði Fylkis voru Ivo Simeonov og Valgeir Hilmarsson stigahæstir með 6 stig hvor.

Þá mætir KA liði Stjörnunnar í kvennaflokki í dag en norðanstúlkur eru í harðri baráttu við Ými um þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hefst í Ásgarði kl. 11:00.

Nýjast