03. mars, 2011 - 14:40
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var lagt fram til kynningar svar velferðarráðuneytisins. um endanlegar fjárveitingar til Öldrunarheimila
Akureyrar. Þar kemur fram að velferðarráðuneytið samþykkir að fjölga um 3 hjúkrunarrými frá fyrri skerðingu og í
viðbót að breyta 8 dvalarrýmum í 4 hjúkrunarrými á Öldrunarheimilum Akureyrar frá 1. mars 2011.
Frá þeim tíma hafa Öldrunarheimili Akureyrar heimild fyrir 168 hjúkrunarrýmum og 20 dvalarrýmum. Samkvæmt þessu þá
fækkar hjúkrunarrýmum um 2 frá síðastliðnu ári og dvalarrýmum um 8.