Helga Sigríður tekin af öndunarvélinni og vakin

Góðar fréttir berast af Helgu Sigríði Sigurðardóttur, tólf ára stúlku frá Akureyri, sem nú dvelur á sjúkrahúsi í Gautaborg í Svíþjóð, eftir að hafa fengið hjartaáfall í sundtíma fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum sem Þórhildur Helga Þorleifsdóttir skólastjóri Lundarskóla sendi foreldrum barna í skólanum, var Helga Sigríður tekin af öndunarvélinni í gærkvöld og vakin.  

"Það gengur vel en hún er víst töluvert óáttuð og sagt er að það taki nokkra daga fyrir hana að jafna sig á því," segir Þórhildur. Hún sagði það jafnframt aldeilis gott að fá þessar góðu fréttir núna í mesta skammdeginu.

Nýjast