Helga Sigríður og björgunarmenn hennar Norðlendingar ársins

N4 Sjónvarp stóð á dögunum fyrir vali á Norðlendingi ársins 2010, fjölmargir voru tilnefndir en enginn vafi var hins vegar á því hver var áhorfendum stöðvarinnar efst í huga. Það er hetjuleg barátta og ótrúleg björgun Helgu Sigríðar Sigurðardóttur 13 ára stúlku sem hneig niður í sundlaug Akureyrar og var um tíma mjög hætt komin eftir kransæðarstíflu.  

Segja má að a.m.k. 50 sérmenntað heilbrigðistarfsfólk hafi komið að björguninni, þar sem ekki mátti miklu muna. Allt gekk upp frá fyrstu viðbrögðum sundkennarans í Sundlaug Akureyrar, aðkomu sjúkraflutningamanna, lækna og hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalanum til hjartasérfræðinga í Svíþjóð. Allt þetta fólk og auðvitað og aðallega hetjan unga og hennar fjölskylda stóðu sig ótrúlega vel. Þau öll eru því óumdeilanlega og verðskuldað Norðlendingar ársins 2010, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast