Segja má að a.m.k. 50 sérmenntað heilbrigðistarfsfólk hafi komið að björguninni, þar sem ekki mátti miklu muna. Allt gekk upp frá fyrstu viðbrögðum sundkennarans í Sundlaug Akureyrar, aðkomu sjúkraflutningamanna, lækna og hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalanum til hjartasérfræðinga í Svíþjóð. Allt þetta fólk og auðvitað og aðallega hetjan unga og hennar fjölskylda stóðu sig ótrúlega vel. Þau öll eru því óumdeilanlega og verðskuldað Norðlendingar ársins 2010, segir í fréttatilkynningu.