26. október, 2010 - 09:24
Fréttir
Ákveðið hefur verið að sýna hina mögnuðu heimildamynd Einars Þórs Gunnlaugssonar um snjóflóðið á Flateyri 1995,
Norð Vestur, víða um land. Áætlaðar eru sýningar á Ísafirði á nk. fimmtudag, og í Sambíóunum á Akureyri,
Keflavík og Selfossi um helgina í takmarkaðan tíma.
Með þessu gefst fleiri landsmönnum að kynnast þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir 15 árum í þessari 100 mín. upprifjun.
Fjölmargir Flateyringar búsettir vestra koma fram í myndinni, en einnig koma fram björgunarsveitar- og fjölmiðlafólk sem komu að atburðarrás
björgunaraðgerða 26. október 1995.