Alls bárust sjö tilboð í verkið frá sex aðilum en SS Byggir sendi einnig inn frávikstilboð. Fyrirtækið Eykt ehf. í Reykjavík átti næst lægsta tilboð, um 470 milljónir króna eða 93,4% af kostnaðaráætlun. Hyrna ehf. á Akureyri átti þriðja lægsta tilboð, rúmar 480,3 milljónir króna, eða 95,5%, SS Byggir ehf. á Akureyri bauð rúmar 539 milljónir króna, eða 107,2%, ARCUS ehf. í Reykjavík bauð rúmar 545 milljónir króna, eða 108,4% og Tréverk ehf. á Dalvík bauð tæpar 559 milljónir króna, eða 111% af kostnaðaráætlun. Frávikstilboð SS Byggis hljóðaði upp á rúmar 534 milljónir króna, eða 106,3% af kostnaðaráætlun.
Farið verður yfir tilboðin hjá Fasteignum Akureyrarbæjar en að sögn Guðríðar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra, er stefnt að því hefja framkvæmdir við verkið í byrjun næsta mánaðar.