Hagræðing framundan á Akureyri

Bæjarstjórn Akureyrar.
Bæjarstjórn Akureyrar.

Eins og fram hefur komið mun bæjarstjórn Akureyrar fella niður meiri-og minnihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabilsins en þetta var kynnt á blaðamannafundi í Hofi fyrr í dag. Bæjarstjórn hefur gert með sér samstarfssáttmála um hvaða aðgerða verða gripið til. Sala húsnæðis, endurskoðun launa æðstu embættismanna, hækkun gjaldskrár, skertur opnunartími, gjaldskylda í bílastæði og einföldu stjórnsýslunnar er meðal þess sem gera á til að rétta af rekstur Akureyrarbæjar.

Framtíðarsýn til næstu 5 ára

• Rekstur Akureyrarbæjar verði fjárhagslega sjálfbær og vörn verði snúið í sókn
• Akureyrarbær verði þekktur fyrir framúrskarandi skóla, lífsgæði og góða þjónustu með
áherslu á stafrænar lausnir og íbúasamráð
• Samkeppnishæfni sveitarfélagsins verði með þeim hætti að fyrirtæki og stofnanir telji
sveitarfélagið fýsilegan kost fyrir starfsemi sína, þannig að fjölbreyttum störfum fjölgi
• Staðinn verði vörður um viðkvæma hópa samfélagsins, hagsmunir barna og
ungmenna verði settir í forgang og blásið til sóknar á íbúa- og atvinnumarkaði

Stefnt að sjálfbærum rekstri

• Fækka fermetrum með því að samnýta og/eða selja húsnæði
• Lækka heildarlaunakostnað þannig að hann verði ásættanlegt hlutfall af
rekstrartekjum
• Endurskoða laun bæjarfulltrúa, bæjarstjóra og sviðsstjóra
• Meta hvaða ólögbundnum verkefnum á að hætta og/eða draga úr
• Einfalda stjórnsýslu og sameina svið
• Horfa til stafrænna lausna í þjónustu
• Skoða, greina og meta mögulega útvistun verkefna
• Draga úr ferðakostnaði
• Endurskoða samstarfssamninga
• Endurskoða gjaldskrár
• Draga úr afgreiðslutíma þar sem því verður við komið
• Leita leiða til að draga úr kostnaði við snjómokstur
• Taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbænum
• Endurmeta aðkomu að hátíðarhöldum
• Vinna að útvistun á rekstri og uppbyggingu í Hlíðarfjalli á heilsárs grunni
• Skoða úrbætur á starfsaðstöðu og vinnufyrirkomulagi starfsfólks bæjarins með áherslu
á að auka sveigjanleika í starfi og draga úr veikindaforföllum

Setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang

• Innleiða aðgerðaáætlun menntastefnunnar með það að markmiði að
menntastofnanir okkar verði framúrskarandi á landsvísu
• Veita áfram góða leikskólaþjónustu
• Vinna í samræmi við íþróttastefnuna og stefna markvisst að því að efla
fjölgreinaíþróttafélög
• Endurskoða forvarnarstefnu
• Standa vörð um verkefnið „Barnvænt sveitarfélag“
• Halda áfram að auka samfellu í skóla- og frístundastarfi
• Standa vörð um Barnamenningarhátíð á Akureyri

Verja viðkvæma hópa samfélagsins

• Tryggja að gjaldtaka fyrir þjónustu sé hófleg og tekið sé sérstakt tillit til félagslegra
og fjárhagslegra aðstæðna við ákvörðun gjalda, afslátta og styrkja
• Standa vörð um öflugt stuðningsnet með áherslu á þá sem standa höllum fæti
• Leggja áherslu á að styðja fólk til sjálfshjálpar eftir því sem framast er unnt
• Verja þjónustu við börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og setja þau sem
glíma við geðræn vandamál og hegðunarvandamál í forgang
• Safna saman upplýsingum og kortleggja líðan og velferð aldraðra
• Vinna markvisst gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist, sérstaklega kynbundnu
ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, fötluðum og öldruðum

Blásið til sóknar á íbúa- og atvinnumarkaði

• Sjá til þess að alltaf verði í boði ákjósanlegar lóðir fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði
• Efla samkeppnishæfni Akureyrarbæjar og fjölga fyrirtækjum og stofnunum sem
telja fýsilegt að byggja upp starfsemi í bænum
• Leggja áherslu á góða þjónustu stjórnkerfisins við íbúa og atvinnulíf
• Halda áfram að byggja upp stígakerfi bæjarins
• Vera áfram leiðandi sveitarfélag í umhverfismálum
• Hefja uppbyggingu vistvæns miðbæjar
• Þróa möguleika fyrir stafræna flakkara (digital nomads) sem vilja nýta þjónustu
Akureyrarbæjar
• Taka í notkun smáforrit (app) fyrir íbúa
• Efla Akureyri sem miðstöð þróunar í matvælaiðnaði
• Halda áfram að markaðssetja Akureyri fyrir ferðamenn
• Vinna við útfærslu á borgarhlutverki Akureyrarbæjar í samstarfi við ríkið og
sveitarfélög í landshlutanum
*Móta heildarsýn á skipulagi tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti

Stafrænar lausnir og íbúasamráð

• Tryggja að uppbygging þróunarreitar á Oddeyrinni fari í íbúakosningu í gegnum
þjónustugátt
• Taka í gagnið nýtt leiðarkerfi strætó byggt á samráði við íbúa
• Leggja áherslu á öfluga upplýsingagjöf
• Efla markvisst íbúasamráð


Athugasemdir

Nýjast