Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um 15,3 milljónir króna og voru tvö tilboðanna yfir kostnaðaráætlun. Finnur ehf. átti næsta lægsta tilboð, tæpar 10,9 milljónir króna, eða um 71% af kostnaðaráætlun. Túnþökusala Kristins ehf. bauð um 16,3 milljónir, eða ríflega 106% og G. Hjálmarsson ehf. bauð 18,7 milljónir króna eða um 122% af kostnaðaráætlun. Byrjað verður á framkvæmdum á kaflanum milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar og á þeim að vera lokið 1. júní, þegar nýtt hótel verður opnað á horni Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis.