Gunnlaugur Búi Sveinsson á Akureyri var gerður að fyrsta heiðursfélaga Slökkviliðssafns Íslands í Reykjanesbæ.Gunnlaugur Búi byrjaði í Slökkviliði Akureyrar árið 1950, aðeins 18 ára gamall. Hann var í slökkviliðinu í hálfa öld, lét af störfum árið 2000. Hann tók að sér margvísleg trúnaðarstörf og sá meðal annars um að kenna nýliðum slökkviliðsins.
Sigurður Lárus Fossberg er einn af forvígismönnum safnsins. Þegar Sigurður Lárus var fjögurra ára bjargaði Gunnlaugur Búi fjölskyldu hans úr eldsvoða á Akureyri. Gunnlaugur Búi er fyrsti slökkviliðsmaðurinn sem Slökkviliðssafn Íslands heiðrar og er hann því heiðursfélagi númer eitt