Gunnar Þór keppir í stórsvigi á HM

Gunnar Þór Halldórsson frá SKA keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni stórsvigs karla á heimsmeistaramótinu í Garmish Partenkirchen í Þýskalandi í dag.

Gunnar er með flesta FIS-punkta af Íslendingunum sem eru á HM og fær því keppnisréttinn en hver þjóð má senda einn keppanda í aðalkeppnina.

Jón Gauti Ástvaldsson náði hinsvegar bestum árangri af Íslendingunum í undankeppni stórsvigsins í gær. Hann endaði í 51. sæti og Brynjar Jökull Guðmundsson í 57. sæti en Gunnar lauk ekki keppni. Þetta kemur fram á mbl.is

 

Nýjast