Uppskeruhátíð Skautafélags Akureyrar fyrir nýliðinn vetur fór fram á veitingahúsinu Pengs á dögunum þar sem viðurkenningar voru veittar fyrir mikilvægasta leikmanninn, mestu framfarir og fyrirmyndar leikmanninn í hverjum flokki fyrir sig.
Í meistarflokki karla var það Gunnar Darri Sigurðsson sem var valinn mikilvægasti leikmaðurinn, Andri Freyr Sverrisson sýndi mestu framfarir og Steinar Grettisson var valinn fyrirmyndar leikmaðurinn.
Í meistaraflokki kvenna var það Margrét Arna Vilhjálmsdóttir sem var valinn mikilvægasti leikmaðurinn hjá SA eldri, Arndís Sigurðardóttir sýndi mestu framfarir og Katrín Hrund Ryan var valinn fyrirmyndar leikmaðurinn. Hjá SA yngri var það Þorbjörg Eva Geirsdóttir sem var valinn mikilvægasti leikmaðurinn, Védís Áslaug Beck Valdemarsdóttir sýndi mestu framfarir og Telma María Guðmundsdóttir var valinn fyrirmyndar leikmaðurinn.
Hér að neðan má sjá viðurkenningar fyrir yngri flokkana.
2. flokkur:
Mikilvægasti leikmaður: Orri Blöndal
Mestu framfarir: Þórir Arnar Kristjánsson
Fyrirmyndar leikmaður: Jóhann Már Leifsson
3. flokkur:
Mikilvægasti leikmaður: Sigurdur Reynisson
Mestu framfarir: Ingþór Árnason
Fyrirmyndar leikmaður: Birgir Jóhann Þorsteinsson
4. flokkur:
Mikilvægasti leikmaður: Aron Árni Sverrisson
Mestu framfarir: Hörður Sigvaldsson
Fyrirmyndar leikmaður: Aron Hákonarson
Aðstoðarþjálfari ársins: Sæmundur Þór Leifsson