Goðamót Þórs haldið um helgina

Goðamót Þórs í knattspyrnu, það 27. í röðinni, verður haldið í Boganum um helgina. Að þessu sinni verða það strákarnir í 5. flokki sem etja kappi. Keppnin hefst á morgun, föstudag, kl. 15:00 og lýkur mótinu á sunnudaginn kl. 16:00. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þórs verða 60 lið frá 16 félögum á mótinu og keppendur um 700.

 

Nýjast