Gleðin var ríkjandi á Akureyri í gær

Þétt umferð var til Akureyrar síðdegis í gær og fram á nótt. Gekk hún vel og óhappalaust fyrir en allmargir óku þó of hratt.  

Fjöldi fólks var í bænum að skemmta sér í gærkvöld og fram eftir nóttu og virtist gleðin ríkja hjá flestum því engin alvarleg mál komu á borð lögreglu. Þoka liggur yfir bænum þessa stundina og lofthiti því ekki nema um 12 gráður í plús.

Nýjast