Gilinu lokað vegna viðhalds

Um miðjan dag á morgun, föstudaginn 24. maí, hefjast starfsmenn Norðurorku handa við að skipta um götubrunna í Gilinu (Kaupvangsstræti) og Strandgötu á Akureyri. Þar af leiðandi geta Strætisvagnar Akureyrar ekki ekið um Gilið upp á Brekku og verður í staðinn ekið um Glerárgötu og upp Þórunnarstræti. Akstursleiðir 1 og 4 munu því breytast að þessu leyti. Reiknað er með að Gilið verði lokað í nokkra daga og jafnvel fram á fimmtudag í næstu viku.

Nýjast