"Þetta á sérstaklega við þegar bæjarstjóri situr áfram sem bæjarfulltrúi og jafnvel sem forseti bæjarstjórnar. Almennar biðlaunareglur gilda ef um vanheilsu og brottvikningu er að ræða eða fái bæjarstóri ekki endurráðningu að kosningum loknum," segir ennfremur í bókuninni. Málið var til umræðu eftir að Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar hafði gert grein fyrir stöðu stjórnsýslumála á vegum stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar.