Geir Guðmundsson handboltamaður hjá Akureyri, leikur hugsanlega ekkert meira með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Geir fékk blóðtappa í hægri handlegginn á dögunum og þarf því að taka blóðþynningslyf næstu 3-6 mánuði. Er þetta áfall fyrir Akureyri sem er í toppbaráttu N1-deildarinnar þar sem Geir hefur verið lykilmaður.
Það er því nánast öruggt að Geir kemur ekkert meira við sögu í deildarkeppninni en hann gæti mögulega leikið með Akureyri í úrslitakeppninni, komist liðið þangað.
Rætt verður við Geir í Vikudegi á morgun.