Gámaþjónuta Norðurlands bauð lægst í sorphirðu frá heimilum

Fimm fyrirtæki sendu inn tilboð í sorphirðu í Eyjafjarðarsveit árin 2011-2015 en tilboðin voru opnuð í dag. Þrjú fyrirtæki buðu í alla fjóra hluta verksins, þ.e. í sorphirðu frá heimilum, umhleðslu og akstur á Sölvabakka, umsjón gámasvæða og umsjón á gámi undir dýrahræ. Eitt fyrirtæki bauð í þrjá af þessum fjórum hlutum og eitt fyrirtæki bauð í tvo hluta. Einnig bárust nokkur frávikstilboð.  

Gámaþjónusta Norðurlands ehf. bauð lægst í fyrsta hluta, sorphirðu frá heimilum, tæpar 34,2 milljónir króna, Sorpflutningar ehf. buðu tæpar 60,2 milljónir króna og Íslenska gámafélagið ehf. bauð tæpar 63,5 milljónir króna. Íslenska gámafélagið bauð lægst í annan hluta, umhleðslu og akstur á Sölvabakka. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæpar 6,9 milljónir króna. Gámaþjónusta Norðurlands bauð rúmar 14,8 milljónir, Sorpflutningar  um 20 milljónir og Jón Byggir ehf. bauð rúmar 47 milljónir króna.

Vegun ehf. bauð lægst í þriðja hluta, umsjón gámasvæða, tæpar 5,9 milljónir króna. Gámaþjónusta Norðurlands bauð rúmar 15,6 milljónir króna, Sorpflutningar buðu rúmar 17 milljónir króna, Íslenska gámafélagið bauð rúmar 24,3 milljónir og Jón Byggir um 170,2 milljónir króna. Sorpflutningar buðu lægst í fjórða hluta, umsjón með gámi undir dýrahræ, rúmlega 1,7 milljón króna. Vegun bauð rúmar 3 milljónir, Íslenska gámafélagið rúmar 3,3 milljónir, Jón Byggir tæpar 5 milljónir og Gámaþjónusta Norðurlands rúmlega 5,1 milljón króna.

Nýjast