Gáfu rúmar tvær milljónir til Styrktarfélags Hringsins

Um nítján þúsund viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár í Stofni fengu nýlega endurgreiddan hluta af iðgjöldum sínum vegna síðasta árs hjá félaginu. Í ár nam heildarendurgreiðslan til viðskiptavinanna tæpum 400 milljónum króna.  

Hana innleystu viðskiptavinir á lokuðu vefsvæði hjá Sjóvá og um leið gafst þeim kostur á að láta hluta eða alla endurgreiðslu sína renna til góðgerðarmáls, sem í ár var Styrktarsjóður Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd viðskiptavina afhenti Jóhanna María Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu og viðskiptavinur í Stofni, stjórnarkonum Hringskvenna endurgreiðsluna, að viðstöddum fulltrúum starfsmanna Barnaspítala Hringsins og Sjóvár. Nam upphæðin 2.274.939 króna að meðtöldu 300 þúsund framlagi frá Sjóvá. Í ár ákváðu rúmlega eitt þúsund Stofnfélagar að verja hluta eða allri endurgreiðslu sinni til barnaspítalans.

Nýjast