G. Hjálmarsson bauð lægst í jarðvegsskipti vegna hjúkrunarheimilis

Fyrirtækið G. Hjálmarsson hf. átti lægsta tilboð í jarðvegsskipti vegna byggingu hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Fyrirtækið bauð rúmar 38,8 milljónir króna í verkið, eða 79,7% af kostnaðaráætlun. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og voru þrjú þeirra undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 48,8 milljónir króna.  

Árni Helgason ehf. átti næst lægsta tilboðið í verkið, rúmar 45,7 milljónir króna, eða 93,%, G.V. Gröfur ehf. buðu rúmar 45,8 milljjónir króna, 93,9% og Skútaberg ehf. bauð rúmar 57,2 milljónir króna eða 117,3%. Verkinu á að vera lokið þann 29. apríl  nk.

Nýjast