Laugardaginn 1. september nk. flýgur flugvél frá Primera Air í fyrsta sinn í beinu flugi frá Akureyrarflugvelli með farþega á vegum Heimsferða til Rhodos á Grikklandi. Primera Air er í eigu Primera Travel Group sem er þriðja stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndum. Í eigu félagsins eru m.a. Heimsferðir og Terra Nova á Íslandi.
Auk þessa fyrsta beina flugs Primera Air verður flogið síðar í september með farþega beint frá Akureyri til Costa del Sol á Spáni.