03. janúar, 2008 - 16:20
Fréttir
Fyrsta barn ársins 2008 á Sjúkahúsinu á Akureyri fæddist um kl. 22.00 í gærkvöld, miðvikudaginn 2. janúar. Þetta er
myndarleg stúlka, dóttir þeirra Jóhönnu Gunnlaugsdóttur og Gests Geirssonar og er þetta þriðja barn þeirra. Fyrir eiga þau tvo
drengi, fjögurra ára og tæplega þriggja ára, og þeir voru að vonum ánægðir með að eignast litla systur, að sögn
Jóhönnu. Hún sagði að fæðingin hafi gengið hratt og vel.
Litlu stúlkunni lá á að komast í heiminn, því hún fæddist þremur vikum fyrir tímann og var 9 merkur og 46 cm við
fæðingu. Hún hefur verið nefnd María Elísabet í höfuðið á föðurömmu sinni. Jóhanna sagði að dvölin
á FSA hefði verið einstaklega góð, enda væri stofnunin á heimsmælikvarða. Hún stundar nám í sálfræði við HA
en Gestur er framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja.