Fyrirliði Þórs í körfubolta hættur með liðinu

Þórsarar hafa orðið fyrir blóðtöku í 1.deild karla í körfubolta en þeir Bjarki Ármann Oddsson, fyrirliði liðsins, og Bjarni Konráð Árnason hafa báðir ákveðið að hætta að leika með liðinu. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þórs er það vegna anna sem þeir báðir tóku þessa ákvörðun. Í samtali við Vikudag segir þjálfari liðsins, Konrad Tota, að ekki sé í spilunum að fá leikmenn í þeirra stað. Konrad segir að brottfall þeirra Bjarka og Bjarna koma á vondum tíma fyrir félagið, en Þór er í harðri toppbaráttu í 1. deildinni þar sem liðið er í þriðja sæti.  

Nýjast