Fyrirhuguðu viðhaldi á gólfi íþróttahúss KA verði flýtt

Jóhannes Bjarnason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins óskaði eftir því á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar í morgun, að það yrði bókað að fyrirhuguðu viðhaldi á gólfi íþróttahúss KA verði flýtt um eitt ár og komi til framkvæmda sumarið 2009.  

Á fundinum var framhald á yfirferð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Stjórnin samþykkti fjárhags-, rekstrar- og viðhaldsáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 og vísaði henni til bæjarráðs.  

Nýjast