Fram kom í máli Úlfhildar Rögnvaldsdóttur formanns félagsins á dögunum, að nýting íbúða þess í Ljósheimum í Reykjavík væri mjög góð. Íbúðirnar eru leigðar yfir vetrarmánuðina frá föstudegi til sunnudags og í sólarhringsleigu virku dagana. Samið hefur verið við umsjónarmann þeirra að koma til eftirlits eftir hverja leigu en ekki bara einu sinni í viku eins og áður var. „Þetta á að tryggja að leigjendur komi alltaf að íbúðunum í góðu lagi," sagði Úlfhildur.