FVSA stefnir að því að fjölga um eina íbúð í borginni

Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni hefur gert tilboð í fjórar íbúðir í Reykjavík en hefur hug á að selja þær þrjár íbúðir sem það á nú í borginni. Gangi áformin eftir mun félagið hafa einni fleiri íbúð yfir að ráða þar en áður.  

Fram kom í máli Úlfhildar Rögnvaldsdóttur formanns félagsins á dögunum, að nýting íbúða þess í Ljósheimum í Reykjavík væri mjög góð. Íbúðirnar eru leigðar yfir vetrarmánuðina frá föstudegi til sunnudags  og í sólarhringsleigu virku dagana. Samið hefur verið við umsjónarmann þeirra að koma til eftirlits eftir hverja leigu en ekki bara einu sinni í viku eins og áður var. „Þetta á að tryggja að leigjendur komi alltaf að íbúðunum í góðu lagi," sagði Úlfhildur.

Nýjast