Frystar með glerlokum spara milljónir króna

Unnið hefur verið markvisst að því að spara raforku og bæta meðhöndlun og gæði frystivara í lágvöruverðsverslunum Nettó. Þetta er m.a. gert með því að setja glerlok á 28 frysta í Nettó verslunum landsins að erlendri fyrirmynd. Með þessum breytingum sparar hver frystir fyrir sig um 35.000 kílóvattstundir á ári, eða sem nemur orkunotkun 9 meðalstórra heimila. Í krónum talið nemur árlegur sparnaður hvers frystis um 470 þús. kr. miðað við raforkuverð til heimila. Nettó mun með þessum hætti spara árlega tæplega milljón kílóvattstundir rafmagns eða álíka orku og ársnotkun 250 meðalstórra heimila. Heildarsparnaður vegna þessara breytinga á frystunum verður því samtals um 13 milljónir króna miðað við raforkuverð til heimila.

Með þessum breytingum haldast gæði matvörunnar betur þar sem hitastig er mun stöðugra, ísmyndun minni, auk þess sem orkusparnaðurinn mun leiða til verðlækkunar á frystum matvörum. Raforkusparnaðurinn er hluti af stefnu Nettó í gæða- og umhverfismálum. Í lok maí sl. voru lokaðir frystar meðal annars komnir notkun í Nettó á Akureyri.

Nýjast