Frestaður leikur Þórs og KFÍ fer fram í dag

Leikur Þórs og KFÍ í 1. deild kvenna í körfubolta fer fram í dag í Síðuskóla kl. 11:30. Liðin áttu að spila í gær en ekkert var flogið frá Ísafirði og því þurfti að fresta leiknum.

Þórsstúlkur eru enn án stiga í deildinni eftir sjö leiki en KFÍ er í fimmsta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki.

Nýjast