Framkvæmdir við viðbyggingu Vínbúðarinnar boðnar út

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, hefur óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við viðbyggingu Vínbúðarinnar á Akureyri. Verkið felst í að byggja austan megin við núverandi hús ÁTVR að Hólabraut16. Um er að ræða viðbyggingu sem er 7 x 18,06 m eða 126,42 m² að grunnfleti og er á tveimur hæðum nema 44,5 m² vörumóttaka sem er án milliplötu.  

Í viðbyggingunni verður lager, tóbaksafgreiðsla, salerni og skápar fyrir starfsfólk, sem og skrifstofa verslunarstjóra. Lyfta verður í viðbyggingunni og gengur lyftuhús upp úr þaki og stálhringstigi kemur á milli hæða. Þar sem lager verður norðan megin er ekki steypt milliplata. Nýbyggingin verður um 710 m³ og allt húsið þá 3.136 m³ og 969 m². Tilboð í verkið verða opnuð þann 14. desember nk. en verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. júní 2011.

Nýjast